Um okkur

Í upphaf var Control Alt bókhaldsþjónusta og skóli en hefur svo verið að þróast í nýja átt, að vera samnefnari fyrir þau verkefni sem ég hef verið að snúa mér meira að. Langaði að taka mér hvíld frá bókhaldinu sem ég hef starfað við ásamt kennslu síðustu 20 ár.

Við erum stödd í Grindavík að Gerðavöllum 17, með lagerinn okkar og bjóðum uppá allskonar ferðamáta fyrir vöruna okkar.

Control Alt er að flytja inn ýmsar vörur og reka netverslun snooztime.is / heilsukoddar.is. Ullmax ehf er á sama stað og er að flytja inn Ullmax vörur sem hafa náð miklum vinsældum sem fjáröflunarvara og er með netverslunina ullmax.is.

Einnig er hægt að heimsækja okkur að Gerðavöllum 17 í Grindavík. Á sama stað er annað fyrirtæki sem heitir Ullmax Ísland og eru þar sömu eigendur og af Control Alt en Ullmax sérhæfir sig í vörum sem eru notaðar af samtökum til fjáröflunarsölu. Merkin sem Control Alt er með eru Snooztime heilsukoddar og púðar, GNLD umhverfisvænar fyrir heimilishaldið, Skins hágæða íþróttafatnaður og Arehucas romm frá Gran Canari. Eftir því sem vörumerkjunum okkar fjölgar verðum þeim bætt inn á síðuna.

Fyrirtækið er rekið af Guðbjörgu Bjarnadóttur með aðstoð fjölskyldumeðlima;

Ásta Þórisdóttir grafískur hönnuður, Einar Óli vefari, Þórunn Eva og Ingileif


Sýna stærra kort

Ullmax
Snooztime
Skins
GNLD
Arehucas